Stefnir Hlöllabátum fyrir héraðsdóm

Snorri Marteinsson.
Snorri Marteinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Smart ráðgjöf ehf., félag í eigu Snorra Marteinssonar, hefur stefnt Hlöllabátum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Fyrirtaka í málinu var þann 15. desember. Snorri staðfesti við Morgunblaðið að deilan sneri að fjárkröfu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Snorri er fyrrverandi framkvæmda­stjóri Hamborgarafabrikkunnar, og var hluthafi í fyrirtækinu um skeið. Auk þess hefur hann meðal annars komið að rekstri Keiluhallarinnar í Egilshöll og Skemmtigarðsins í Smáralind.

Hlöllabátar ehf. eru nú í eigu Óla Vals Steindórssonar. Félagið var í sameiginlegri eigu hans og Sigmars Vilhjálmssonar þangað til í janúar á þessu ári þegar því var skipt upp. Fram að skiptunum hélt félagið utan um rekstur samnefndra skyndibitastaða og voru vörumerkin Barion Mosó, Minigarðurinn og Bryggjan Brugghús undir sama hatti.

Að sögn Óla Vals varðar málið 800.000 króna kröfu, og segir Snorra reisa kröfu sína á samningi sem enginn hafi séð vegna vinnu sem ekki hafi verið unnin. „Kröfunni hafi því eðlilega verið hafnað og nú er tekist á um hana fyrir héraðsdómi.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK