Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hyggst sækja um 4-5 milljarða króna fjármögnun með háum vaxtakostnaði, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fjármagnskostnaðurinn yrði þá umtalsvert hærri en félaga sem einnig hyggja á uppbyggingu fjarskiptaneta hér á landi.
Ljósleiðarinn nýtir fjármagnið til að kaupa grunnnet Sýnar og einnig til að fá aukið fé inn í almennan rekstur félagsins. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, hefur ekki svarað ítrekuðum símhringingum og tölvupóstum blaðsins. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir meirihluta borgarstjórnar fyrir að vilja ekki ræða málið.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.