Gísli Freyr Valdórsson
Söluhagnaður Sýnar vegna sölu á grunnneti félagsins til Ljósleiðarans er um 2,5 milljarðar króna. Hinar seldu eignir eru bókfærðar á um 560 milljónir króna en Ljósleiðarinn, sem er opinbert félag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, kaupir grunnnetið á þrjá milljarða króna.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar eftir undirritun samninga um kaupin í gær kom fram að greiðsla fyrir grunnnetið yrði afhent í áföngum og á henni að vera að fullu lokið innan tólf mánaða. Upphaflega var áætlað að ljúka samningum og greiðslu, þann 15. desember sl. en þann dag var tilkynnt að afgreiðslu málsins yrði frestað til 20. desember.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.