Íslenski tæknisprotinn Flygildi ehf., sem hefur tekist að þróa sjálfstýrðan dróna sem flýgur með því að blaka vængjum líkt og fugl, er kominn með einkaleyfi hjá Evrópsku einkaleyfastofunni.
„Það er okkur sérstök ánægja að tilkynna að við höfum fengið skilaboð frá EPO um að stofnunin hafi samþykkt einkaleyfi fyrir tæknina sem Flygildi hefur þróað fyrir fugladrónann,“ segir í frétt á Linkedin. Þar segir einnig að Flygildi hafi fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði. Hann geri fyrirtækinu kleift að kynna vörumerkið og sækja á alþjóðamarkað.
Nánar um málið í ViðskiptaMogganum.