Kjarninn og Stundin sameinast á nýju ári

Þórður Snær og Ingibjörg Dögg verða ritstjórar.
Þórður Snær og Ingibjörg Dögg verða ritstjórar. Samsett mynd

Fjölmiðlarnir Kjarninn og Stundin hafa ákveðið að sameinast og verður nýr fjölmiðill með nýju nafni til á nýju ári. Ritstjórar verða Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson.

„Áhersla verður lögð á rannsóknarblaðamennsku, greiningar og daglegar fréttir frá sjónarhóli almennings fremur en sérhagsmuna,“ segir á vefsíðu Kjarnans.

Kjarnastarfsemi nýja fjölmiðilsins verður dagleg fréttasíða og prentútgáfa sem kemur út tvisvar í mánuði. Fyrirhugað er að fyrsta útgáfan komi út 13. janúar næstkomandi.

Eigendahópur fjölmiðilsins mun telja á fjórða tug einstaklinga, bæði starfsmanna og áhugafólks um fjölmiðlun. Enginn fer með meira en tíu prósenta eignarhlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK