Líkamsræktarstöðin Train Station í Dugguvogi hélt nýlega upp á fjögurra ára afmæli sitt. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að fyrirtækið hefur þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á stuttum starfstíma.
Málaferli, veirufaraldur og gríðarlegt rask í næsta nágrenni hefur allt reynst mikil áskorun eins og Guðjón Ingi Sigurðsson, annar eigenda, talar um í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann vonar að vandræðin séu að baki og horfir nú björtum augum fram á veginn.
„Við byrjuðum upphaflega að byggja upp stöðina í leiguhúsnæði í gömlu kartöflugeymslunum við Rafstöðvarveg í Reykjavík. Húsnæðið hélt hvorki vatni né vindi þegar á reyndi. Við lentum í leiðinlegum deilum við húseiganda en ekkert var gert til að stöðva lekann.
Enginn vilji var til að bæta tjónið. Á endanum urðum við að rifta leigusamningnum. Þetta endaði í málaferlum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ útskýrir Guðjón.
Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í gær.