Starfsemi Fellabakarís, í Fellabæ í Múlaþingi, hefur legið niðri í dag.
Héraðsmiðillinn Austurfrétt fjallar um málið og segir að reksturinn hafi um hríð verið þungur.
Fram kemur að útibú bakarísins hafi hvorki verið opin um helgina né í morgun. Viðskiptavinir hafi margir fengið þau svör að ekki sé hægt að afhenda vörur.
Hefur Austurfrétt eftir eigandanum Þráni Lárussyni að starfsemin liggi niðri og að verið sé að skoða stöðuna.