Starfsemi Fellabakarís í uppnámi

Fellabær.
Fellabær. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfsemi Fellabakarís, í Fellabæ í Múlaþingi, hefur legið niðri í dag. 

Héraðsmiðillinn Austurfrétt fjallar um málið og segir að reksturinn hafi um hríð verið þungur.

Fram kemur að útibú bakarísins hafi hvorki verið opin um helgina né í morgun. Viðskiptavinir hafi margir fengið þau svör að ekki sé hægt að afhenda vörur.

Hefur Austurfrétt eftir eigandanum Þráni Lárussyni að starfsemin liggi niðri og að verið sé að skoða stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK