Telja að bankinn gæti hafa brotið lög

Þetta kemur fram í frummati fjármálaeftirlitsins.
Þetta kemur fram í frummati fjármálaeftirlitsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur að Íslandsbanki kunni að hafa brotið gegn ákvæðum laga sem gilda um bankann og starfsemi hans, í söluferli bankans í mars.

Þetta kemur fram í frummati eftirlitsins, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Íslandsbanki hefur fengið í hendur frummatið vegna athugunar á framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, sem fram fór 22. mars á síðasta ári.

Íslandsbanki segir að sáttaferli sé hafið.
Íslandsbanki segir að sáttaferli sé hafið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bankinn kveðst taka frummatið alvarlega

Í tilkynningu Íslandsbanka kemur fram að í frummatinu sé athygli vakin á heimildum FME til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt.

„Sáttarferli er hafið og mun bankinn á næstu vikum setja fram skýringar sínar og sjónarmið við frummati FME,“ segir í tilkynningunni.

„Stjórnendur bankans taka frummat FME alvarlega. Eins og áður hefur verið greint frá hefur bankinn þegar gert breytingar á innri reglum og ferlum og mun halda slíkri vinnu áfram í sáttarferlinu.“

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur beðist undan viðtali að sinni.

Þátttaka starfsmanna gagnrýnd

Áður hefur komið fram að átta starfs­menn eða ein­stak­ling­ar ná­tengd­ir starfs­mönn­um Íslands­banka keyptu í bank­an­um þegar útboðið var haldið í mars. Í svör­um bankans, við fyrirspurn mbl.is í apríl á síðasta ári, var fullyrt að starfs­menn hans sem keyptu hluti hefðu ekki verið inn­herj­ar.

Starfsmaður verðbréfamiðlun­ar Íslands­banka, sem sá um útboðið þegar hlut­ur rík­is­ins í bank­an­um var seld­ur, keypti í bank­an­um fyr­ir rúma millj­ón króna.

Auk starfs­manns verðbréfamiðlun­ar keypti sjóðsstjóri hjá Íslands­sjóðum, sem eru í eigu bank­ans, fyr­ir 4,5 millj­ón­ir króna. Ekki var til­kynnt að þess­ir aðilar væru inn­herj­ar í útboðinu en auk þeirra keyptu sex aðrir starfs­menn eða ná­tengd­ir starfs­mönn­um bank­ans í útboðinu.

Í kjölfarið kvaðst Íslands­banki hyggjast breyta regl­um sín­um varðandi verðbréfaviðskipti starfs­manna en þátt­taka starfs­manna bank­ans í útboðinu hafði verið harðlega gagn­rýnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK