„Tími svona bakaría er liðinn“

Bollur eru að jafnaði á boðstólum hjá bakaríum.
Bollur eru að jafnaði á boðstólum hjá bakaríum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tími svona baka­ría er liðinn,“ seg­ir Þrá­inn Lárus­son, eig­andi Fella­baka­rís í Fella­bæ, um tíma­bundna rekstr­ar­stöðvun baka­rís­ins. Hann tel­ur að ráðast muni á næstu dög­um hvort að grund­völl­ur sé fyr­ir áfram­hald­andi rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.

Héraðsmiðill­inn Aust­ur­frétt greindi fyrst frá því fyrr í dag að úti­bú baka­rís­ins hefðu hvorki opnað um helg­ina né í morg­un.

Kannski síðasta baka­ríið

„Þegar fólk vel­ur frek­ar að versla brauð frá þess­um stóru verk­smiðju­bakarí­um, sem geta boðið brauðið ódýr­ara, þá er nátt­úru­lega viðbúið að svona bakarí heyri sög­unni til. Kannski var þetta síðasta baka­ríið sem var að strita við að gera þetta svona,“ seg­ir Þrá­inn í sam­tali við mbl.is.

Ákvörðun um að leggja niður starf­sem­ina að sinni hafi verið tek­in eft­ir þung­an rekst­ur.

„Það er ekki hægt að berja í haus með steini. Það eina sem er hægt að gera er að finna ein­hverj­ar aðrar leiðir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK