Bensínstöðvalóðir seldar á 5,9 milljarða

Orkan við Birkimel.
Orkan við Birkimel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að borgin náði samkomulagi við olíufélögin um fækkun bensínstöðva hafa Olís og Orkan selt bensínstöðvalóðir innan borgarmarkanna fyrir tæpa sex milljarða króna. Þar af hafa félögin selt sjö slíkar lóðir á 2,8 milljarða þar sem áformað er að byggja íbúðir. Fleiri lóðir koma svo til álita sem byggingarlóðir, við Kleppsveg, á Miklubraut við Kringluna og á Hringbraut við BSÍ.

Fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag að Olís og Orkan hafi selt samtals fimmtán bensín­stöðvalóðir í borginni fyrir 5,9 milljarða króna og er þá þvottastöð Löðurs á Granda meðtalin.

Lóðir Olís runnu inn í Klasa þegar Hagar og Reginn gengu frá kaupum á hlutafé í Klasa. Skeljungur, síðar SKEL, seldi hins vegar þrettán lóðir á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi og í Borgarnesi til Kaldalóns en eignatengsl eru milli félaganna. Bensínstöðvalóðir Orkunnar í Reykjavík voru hluti af þessum viðskiptum.

Þá seldi SKEL fjórar lóðir til félagsins REIR Þróunar – þrjár þeirra í Reykjavík – en eignatengsl eru milli félaganna.

Verðmætir byggingarreitir

Leyfilegt byggingamagn á bensínstöðvalóðunum liggur ekki fyrir og því er illmögulegt að meta endanlegt verðmæti lóðanna.

Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs 2014-2018, fagnar samkomulaginu og segir sumar lóðanna „á verðmætum uppbyggingarreitum fyrir íbúðarhúsnæði“.

Fimm lóðanna eru óseldar

Atlantsolía hefur ekki tekið ákvörðun um það hvernig félagið hyggst ráðstafa byggingarrétti á Háaleitisbraut 12. Sama gildir um N1 sem á þrjár lóðir þar sem til stendur að byggja íbúðir og svo lóðina við hlið BSÍ. Hefur Festi, móðurfélag N1, ekki tekið ákvörðun um hvort félagið selji lóðirnar eða skipuleggi uppbyggingu á þeim.

Hilmar Þór Kristinsson, stjórnarformaður hjá REIR Verki, telur það verulegt ofmat að lóðirnar hjá REIR Þróun séu milljarða króna virði.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka