Einar og Þorbjörg til liðs við Landsbankann

Ljósmynd/Landsbankinn

Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Einar kemur frá Arion banka þar sem hann var hlutabréfagreinandi en hann hefur áður starfað hjá Landsbankanum frá 2011, m.a. í Fyrirtækjaráðgjöf. Einar er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Þorbjörg starfaði hjá Arion banka frá 2015, fyrst við fyrirtækjaþjónustu og við verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf en síðan sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum. Frá 2021 var hún vörustjóri verðbréfa hjá bankanum. Þorbjörg er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur komið að fjölda vel heppnaðra verkefna undanfarið, m.a. að skráningu lyfjafyrirtækisins Alvotech á markað. Þá var Fyrirtækjaráðgjöf ráðgjafi Ardian við kaupin á Mílu af Símanum, veitti eigendum Eldum rétt ehf. ráðgjöf við söluna á fyrirtækinu til Haga og aðstoðaði Amaroq Minerals Ltd. við hlutafjáraukningu félagsins í aðdraganda skráningar á First North markaðinn. Meðal verkefna sem Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans vinnur nú að er undirbúningur að skráningu Bláa Lónsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK