Halldóra ráðin framkvæmdastjóri Nordic

Hallgrímur Þór og Halldóra.
Hallgrímur Þór og Halldóra. Ljósmynd/Aðsend

Halldóra Vífilsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Nordic – Office of Architecture á Íslandi og mun hún hefja störf í febrúar 2023.

Nordic, áður Arkþing, er ein af stærstu teiknistofum landsins og er hluti af norrænu teiknistofunni Nordic – Office of Architecture sem er ein stærsta arkitektastofan á Norðurlöndunum.

Halldóra tekur við af Hallgrími Þór Sigurðssyni sem mun nú einbeita sér að hönnun og verkefnastjórnun á stofunni.

Fram kemur í tilkynningu að Halldóra útskrifaðist með meistaragráðu í arkitektúr frá Tækniháskólanum í Helsinki árið 1997.

Síðustu ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri Austurbakka, nýbyggingar Landsbankans, en sú framkvæmd er nú á lokametrunum. 

Hjá Nordic á Íslandi starfa nú 50 sérfræðingar en í heildina er starfsfólk um 300 talsins í skrifstofum fyrirtækisins í Osló, Kaupmannahöfn og Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka