Vegakerfið þarf 200 milljarða króna

Vegaframkvæmdir við Lækjarbotnabrekku á Suðurlandsvegi
Vegaframkvæmdir við Lækjarbotnabrekku á Suðurlandsvegi Árni Sæberg

Áætlaður kostnaður við að koma vegakerfinu í viðunandi ástand nemur hátt í 200 milljörðum króna. Þó eru áhöld um það hvernig sá kostnaður verður fjármagnaður.

Þetta er meðal þess sem fjallað verður um á skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins (SA) sem fram fer í dag. Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir, hagfræðingur á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA, mun á ráðstefnunni meðal annars fjalla um fjármögnun vegakerfisins.

Stefanía Kolbrún segir í samtali við ViðskiptaMoggann að vegakerfið leiki lykilhlutverk í efnahag landsins og skapi tækifæri og verðmæti sem Ísland gæti ekki verið án. Vegakerfið sé þannig undirstaða þess að hægt sé að dreifa vöru og þjónustu um landið, að ferðamenn komist áleiðis, að sjávarafurðir komist til útflutnings og þannig megi áfram telja.

„Vegakerfið skapar því skatttekjur fyrir ríkissjóð og sveitarfélög og leikur lykilhlutverk fyrir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins,“ segir hún.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka