Helga María tekur við af Dagnýju hjá Sky Lagoon

Helga María Albertsdóttir nýr hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sky Lagoon.
Helga María Albertsdóttir nýr hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Ljósmynd/Aðsend

Helga María Al­berts­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Sky Lagoon frá og með mars næst­kom­andi. Hún hef­ur frá 2019 starfað sem fram­kvæmda­stjóri Flyo­ver Ice­land.

Dagný Pét­urs­dótt­ir, sem leitt hef­ur upp­bygg­ingu Sky Lagoon á síðustu árum, hef­ur ákveðið að hætta sem fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins en mun sitja áfram í stjórn þess sam­kvæmt til­kynn­ingu.

„Planið var ávallt að fylgja verk­efn­inu áfram sem fram­kvæmda­stjóri í tvö ár eft­ir opn­un, enda er ég nú ekki að fara langt. Sem stjórn­ar­kona mun ég halda áfram að styðja þétt við bakið á Helgu sem tek­ur við dag­leg­um rekstri. Það er mik­ill feng­ur að fá Helgu Maríu til liðs við okk­ur,“ seg­ir Dagný í til­kynn­ing­unni.

Sky Lagoon og FlyO­ver Ice­land eru bæði í meiri­hluta­eigu Pursuit, fé­lags sem rek­ur ferðaþjón­ustu um víða ver­öld. Pursuit er hluti sam­stæðu Viad, fé­lags sem skráð er í kaup­höll­ina í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK