Gull og rafmyntir verði höfn í stormi

Daði Kristjánsson.
Daði Kristjánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, segir rafmyntina bitcoin munu verða hið „stafræna gull“ þegar hrikta fer í stoðum hins alþjóðlega fjármálakerfis.

Máli sínu til stuðnings bendir Daði á að staða bandaríkjadals sem forðamyntar heimsins hafi veikst. Þá meðal annars í kjölfar mikillar peningaprentunar til að milda höggið af farsóttinni og stríðinu í Úkraínu.

Lífsgæðin tekin að láni

„Fyrir mér er augljóst að lífsgæðin hafa verið tekin að láni á kostnað framtíðarinnar. Við erum alltaf að prenta okkur út úr vandræðum og það er ekki sjálfbær staða,“ segir Daði. Bandaríski seðlabankinn geri nú hvað hann geti til að halda verðbólgu í skefjum. Sú viðleitni geti skert trúverðugleika dollarans.

„Um leið og hann kveikir hins vegar á prentvélinni til að fjármagna bandaríska ríkið verður það gríðarlegur ósigur í verðbólgustefnunni. Það þýðir að fólk flýr í aðra eignaflokka og við munum meðal annars sjá gull og bitcoin fá mikið vægi þegar það gerist á næstu misserum,“ segir Daði.

Byggðu upp svikamyllu

Margar rafmyntir hafa týnt tölunni að undanförnu, þá ekki síst eftir að rafmyntaveldi Sams Bankman-Frieds riðaði til falls.

Daði segir Bankman-Fried og samstarfsmenn hafa nýtt sér frjálslegt regluverk á Bahamaeyjum til að byggja upp svikamyllu. Starfsmenn Visku hafi ekki treyst kauphöllinni með rafmyntir á Bahamaeyjum og því beint viðskiptum sínum annað.

Daði segir að því fari fjarri að þetta sé upphafið að endalokum rafmynta.

„Í mínum huga er það útilokað enda er tæknin svo augljóslega byltingarkennd,“ segir Daði sem útskýrir rafmyntir í ViðskiptaMogganum í dag.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK