Segir Eflingu ofmeta verkfallsvopnið

Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Egilsson eru gestir Dagmála á …
Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Egilsson eru gestir Dagmála á mbl.is. Morgunblaðið/Kristófer Liljar

Fyrrverandi framkvæmdastjóri SA segir sveigjanleikann í íslensku hagkerfi draga úr mætti
verkfallsvopnsins í höndum Eflingar.

„Svo er það með staðbundin verkföll bara á Eflingarsvæðinu. Það er miklu meiri sveigjanleiki í kerfinu núna til þess að bregðast við annars staðar. Verkföllin verða aldrei nokkurn tímann jafn sterkt vopn og þegar stéttarfélögin eru öll í verkfalli á höfuðborgarsvæðinu. En þegar þú ert með eins og Hlíf í Hafnarfirði, sem er ekki í verkfalli, og ekki Akranes og Suðurnesin og ekki Suðurlandið, nema sá hluti sem er innan Eflingar þar, þá verður verkfallsvopnið aldrei jafn beitt og það myndi vera ef allir væru með.“

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, alþingismaður og rektor, í nýjum þætti Dagmála á mbl.is í dag. Hann er gestur þáttarins ásamt Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK