Stórfyrirtæki kaupa kolefnisbindingu

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Sigurður Ólafur Sigurðsson

Svissneska fyrirtækið Climeworks, sem fangar koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu á Hellisheiði, hefur samið við alþjóðlegu stórfyrirtækin Microsoft, Stripe og Shopify, sem minnka kolefnisspor sitt á þennan hátt. Þau eru fyrstu viðskiptavinir sem borga Climeworks fyrir föngun og förgun koltvísýrings.

Íslenska fyrirtækið Carbfix tekur við gróðurhúsaloftinu frá lofthreinsiveri Climeworks og dælir því niður í borholur á Hellisheiði þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir. Norska vottunarfyrirtækið DNV vottaði vinnsluferli Climeworks og Carbfix við varanlega förgun koldíoxíðs í september síðastliðnum. Það þykir vera mikil viðurkenning fyrir þá aðferð við að fanga gróðurhúsaloftið úr andrúmsloftinu og binda það varanlega í jörðu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK