Aðalmeðferð í máli Suðurhúsa ehf. gegn Flugleiðahótelum og Icelandair Group fór fram í Landsrétti í gær. Suðurhús, fasteignafélag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem iðulega er kenndur við Subway, krefst þess að niðurstaða héraðsdóms frá því í mars í fyrra verði staðfest. Héraðsdómur dæmdi þar Flugleiðahótel til að greiða fasteignafélaginu tæpar 150 milljónir að viðbættum dráttarvöxtum vegna leiguskuldar.
Deilur Suðurhúsa og Flugleiðahótela ná aftur til aprílmánaðar 2020, en í kjölfar viðamikilla takmarkana á samkomum ákvað hótelkeðjan einhliða að greiða aðeins fimmtung samningsbundinna leigugreiðslna. Flugleiðahótel byggðu mál sitt á force majeure-reglunni fyrir héraðsdómi, eða reglunni um óviðráðanleg ytri atvik. Reglan vísar til þess að ófyrirséð og óviðráðanlegt atvik valdi því að ómögulegt sé að efna samningsskuldbindingu, og það eigi að hafa áhrif á samningsskuldbindinguna og það hvort kröfuhöfum er heimilt að beita vanefndarúrræðum.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum.