Flosi Eiríksson hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton.JL.
Flosi starfaði áður sem framkvæmdastjóri Starfgreinasambandsins en lét af störfum í júlí á síðasta ári.
Fram kemur í tilkynningu frá Aton.JL. að Flosi sé viðskiptafræðingur að mennt, en er einnig með sveinsbréf í húsasmíði og vann við það um tíma. „Hann starfaði um tíma hjá Íslandsstofu, m.a. við fræðslu og ráðgjöf til sprotafyrirtækja. Þar á undan vann Flosi í um áratug hjá KPMG í fyrirtækjaráðgjöf og sem verkefnastjóri í viðskiptaþróun og tengslum,“ segir í tilkynningu.
Þá kemur einnig fram að Flosi búi yfir fjölbreyttri reynslu af stjórnsýslu og félagsmálum. Breiðabliks.