Tvö hundruð og áttatíu tonn af stuðlabergi eru notuð í lúxusgististaðinn Torfhús Retreat í landi Einholts í Biskupstungum. Eftirsóttir heitir pottar við gistihúsin, sem öll eru byggð í gömlum íslenskum torfbæjarstíl, eru hlaðnir úr berginu.
Torfhús hófu starfsemi í ágúst árið 2019, skömmu áður en Covid-19-faraldurinn hófst.
Síðan ferðatakmarkanir vegna faraldursins voru endanlega lagðar af síðasta sumar hefur aðsókn farið stigvaxandi og þéttbókað var um nýliðna jólahátíð. Bókunarstaðan fyrir 2023 lítur jafnframt vel út að sögn Sigurðar Hafsteins Sigurðssonar framkvæmdastjóra.
Þau nýmæli eru á veitingastað hótelsins að gestir fá enga matseðla í hendur. Hver og ein máltíð er því sannkölluð óvissuferð.
Veitingastaðurinn hefur þá sérstöðu einnig að hann er eingöngu hugsaður fyrir gesti. Mikið er lagt upp úr hágæðamatreiðslu.
Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.