Eigum að tala fyrir auknum alþjóðaviðskiptum

Ein leiðin til að mæta núverandi verðbólgu er að tala fyrir og stunda aukin heimsviðskipti. Það tapa allir á því að ríki loki fyrir eða torveldi viðskipti á milli landa.

Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í viðtali við Dagmál þar sem meðal annars er rætt um stöðu alþjóðaviðskipta, bæði fyrir heimsfaraldur og nú eftir að honum er lokið.

Lilja Dögg bendir á að öll ríki hafi notið góðs af alþjóðaviðskiptum og að samdráttur bitni á hagvexti víða um heim. Hún rifjar upp að framleiðslukostnaður hafi lækkað verulega eftir að opnað var fyrir aukin viðskipti við Kína, meðal annars vegna ákvarðana kínverskra yfirvalda á sínum tíma. Þá segir hún að ákvörðun Donalds Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, um að hefja viðskiptastríð við Kína í þeim tilgangi að færa störf aftur til Bandaríkjanna hafi falið í sér mikla ágjöf fyrir heimsviðskiptin. Því miður sé fátt sem bendi til þess að stjórn Joe Biden, núverandi forseta, muni vinda ofan af þeirri þróun.

Hér fyrir ofan má sjá ummæli Lilju Daggar um þetta atriði. Í þættinum er almennt rætt um stöðuna í hagkerfinu og horfurnar framundan, um orkumál, stöðu ríkissjóðs, hlutverk lífeyrissjóða og margt fleira.

Hér er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK