Auka þarf hlutafé Isavia til að hraða uppbyggingu

„Áherslan hefur verið á farþegaflugið, við höfum haft nóg að gera þar og ekki náð að eltast við okkar eigið skott. Ég hef haft mikla trú á fraktflugi, sérstaklega núna þegar fyrirhuguð er þessi mikla framleiðsluaukning í laxeldinu. Ég held að á næstu árum séu gríðarlega mikilvæg tækifæri þar sem við þurfum að tryggja að flugbrautainnviðirnir séu til staðar, burtséð frá því hver reisir svo kæli- og frystigeymslurnar og vöruhúsin sem því fylgir.“

Þetta segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, spurður út í tækifærin sem liggi í frekari uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á komandi árum. Hann er gestur Dagmála í dag.

Líklega í kringum 5 milljarðar

Segir hann að fjárfestingarþörfin á vellinum sé mikil og að í ár sé fyrirhugað að verja 17 milljörðum til uppbyggingarinnar.

Hins vegar sé efnahagsreikningur fyrirtækisins takmarkandi þáttur og ekki sé líklegt að það geti ráðist í miklar innviðaframkvæmdir í tengslum við fraktflug nema til komi aukið hlutafé inn í fyrirtækið.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Viðtalið við Sveinbjörn má sjá eða hlusta á í heild sinni hér:

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, er í ítarlegu viðtali í Dagmálum. …
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, er í ítarlegu viðtali í Dagmálum. Þar ræðir hann m.a. tækifæri í auknum fraktflutningum. mbl.is/Hallur Már
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK