Musk ekki sekur um markaðsmisnotkun

Elon Musk, eigandi og forstjóri Twitter.
Elon Musk, eigandi og forstjóri Twitter. AFP/Jim Watson

Elon Musk, forstjóri Teslu, gerðist ekki sekur um markaðssvik þegar að hann hélt því ranglega fram í tísti árið 2018 að hann væri búinn að tryggja sér fjármagn til þess að taka Teslu af hlutabréfamarkaði. Hefur hann verið sýknaður af hópi fjárfesta sem töpuðu milljörðum vegna þess.

Yfirlýsing Musk hafði mikil áhrif á hlutabréfaverð fyrirtækisins sem tók miklar sveiflur. Síðar kom í ljós að Musk hafði ekki verið búinn að tryggja fjármagnið er tístið fór í loftið.

Tístið óheppilega orðað

Hópur fjárfesta sem töpuðu háum fjárhæðum vegna yfirlýsingarinnar, höfðuðu mál gegn Musk fyrir markaðsmisnotkun. Töldu þeir að auðkýfingurinn hefði hagað sér kæruleysislega með því að halda þessu fram og að hann hefði blekkt fjárfesta með því að birta rangar upplýsingar. Fór hópurinn fram á að Musk yrði gert að greiða þeim bætur fyrir tjónið sem hann olli þeim.

Alex Spiro, lögmaður Musk, hélt því fram að tístið hefði verið óheppilega orðað en að hann hefði ekki ætlað sér að blekkja fólk.

Það tók kviðdóm í San Fransisco í Bandaríkjunum um það bil tvær klukkustundir að komast að niðurstöðu og var hún einróma, hvorki Musk né stjórn Teslu gerðust sek um markaðsmisnotkun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK