Árangur þarf að nást strax á þessu ári

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir, í ljósi stuttra kjarasamninga, að árangur í baráttunni við verðbólguna þurfi að nást strax á þessu ári.

„Annars erum við aftur að fara að sjá allt of háar launahækkanir, verkföll og eitthvað álíka. Það er mjög mikilvægt að við sýnum árangur, meðal annars að við sýnum vinnumarkaðnum fram á árangur.

Ég er ekki að segja að við getum náð verðbólgu niður í 2,5% á einu ári en við getum alla vega reynt að fara verulega í þá átt þannig að í næstu kjarasamningum þá myndist einhvers konar sameiginlegur vilji til að ná verðbólgunni niður.“

Versti óvinur launafólks

Seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi að loknum fundi peningastefnunefndar í dag verðbólgu vera versta óvin launafólks. Hann sagði verðbólgu koma verst niður á þeim sem hafa lægstar tekjur og stór hluti af þeirra peningum fari í það að versla matvöru og annað fleira.

„Þess vegna ættu það að vera sameiginlegir hagsmunir allra sem láta sig hagsmuni launafólks og þeirra lægst launuðu varða að ná niður verðbólgu. Ná niður kostnaðarhækkun.“

Kaupmátturinn er lykilatriði

Þá sagði seðlabankastjóri að eftir því sem meiri verðbólga sé í kerfinu og þeim mun meiri þensla séu meiri líkur á því að hækkanir á nafnlaunum komi ekki fram í kaupmætti heldur komi bara fram í verðbólgu.

„Það er mjög mikilvægt að það sé haft í huga að það er ekki nægjanlegt að berjast fyrir krónutöluhækkun því það sem skiptir máli er kaupmátturinn. Hann er lykilatriði í málinu.“

Hann sagði verðbólguvæntingar hafa hækkað verulega.

„Þetta er uppskrift af því að við erum að sjá ákveðið hringsól þar sem launahækkanir leiði til verðbólgu sem aftur leiðir til launahækkana og það komi aldrei neinn kaupmáttur fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka