Byggir yfir þúsund íbúðir á þéttingarreitum

Örn Kjartansson hefur komið víða við á viðskiptaferli sínum.
Örn Kjartansson hefur komið víða við á viðskiptaferli sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örn Kjartansson stendur í stórræðum þessa dagana. Hann er ásamt félögum sínum að byggja um 280 íbúðir á Eskiási í Garðabæ og fram undan er uppbygging um 440 íbúða á Heklureitnum í Reykjavík.

Ekki nóg með það, því síðan hyggjast Örn og félagar byggja allt 450 íbúðir á Ártúnshöfða í Reykjavík.

Munu kosta frá 60 milljónum

Síðustu vikur hefur staðið yfir niðurrif á horni Laugavegar og Nóatúns en þar rísa fyrstu húsin á Heklureitnum. Örn áætlar að verð íbúða verði frá 60 milljónum og bendir á að „margir þættir byggingarvísitölunnar hafi hækkað miklu meira en byggingarvísitalan hefur endurspeglað“.

Örn hefur langa reynslu af uppbyggingu verslunarrýma. Hann skipulagði verslanir fyrir Hagkaup og leiddi ásamt öðrum stækkun Kringlunnar á sínum tíma.

Hann kveðst aðspurður ekki eiga von á því að þriðja verslunarmiðstöðin verði byggð á höfuðborgarsvæðinu. Þá telur hann borgina hafa „farið offari í því að skylda verktaka til að byggja verslunarrými við jarðhæðir fjölbýlishúsa“ á þéttingarreitum til að skapa lifandi borgargötur.

Jafnframt að mistök hafi verið gerð við hönnun Hafnartorgs með því að láta Geirsgötu ekki liggja um stokk.

Lestu ítarlegt samtal við Örn í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka