Verðbólguvæntingar yfir markmiði og horfur versna

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Langtímaverðbólguvæntingar Seðlabanka Íslands hafa lítið breyst og eru vel yfir verðbólgumarkmiði bankans.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, fór yfir það helsta í Peningamálum Seðlabanka Íslands, þær forsendur sem undirbyggja ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka stýrivexti um 0,5% í morgun.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði fela í sér töluvert meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í nóvemberspá bankans. Þá er gengi krónunnar lægra en þar var spáð og því hafa verðbólguhorfur hafa því versnað á ný.

Talið er að verðbólga verði að meðaltali 9,5% á fyrsta fjórðungi þessa árs sem er 1 prósentu yfir því sem gert var ráð fyrir í nóvember. Áfram er talið að verðbólga hafi náð hámarki en hún hjaðni töluvert hægar en spáð var í nóvember.

Hjaðnar hægar en gert var ráð fyrir

Gert er ráð fyrir að hún verði yfir 5% út þetta ár og fari ekki undir 4% fyrr en á seinni hluta næsta árs, sem er næstum ári seinna en fyrri spá gerði ráð fyrir. Þá fari verðbólga ekki undir 3% fyrr en ári síðar.

Það er mikill óvissa um horfur í efnahagsmálum og þá sérstaklega hversu þrálát verðbólgan sem nú er verður.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framvinda stríðsátakanna í Úkraínu mun ráða miklu um alþjóðlega efnahagsþróun sem mun óhjákvæmilega einnig hafa áhrif hér á landi. Við bætist mikil óvissa um framvinduna í kjölfar nýgerðra kjarasamninga sem fela í sér miklar launahækkanir á sama tíma og framleiðnivöxtur er lítill sem enginn, viðskiptakjör versna, gengi krónunnar lækkar og kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði veikist.

Við slíkar aðstæður er samkvæmt Seðlabanka Íslands ekki útilokað að áhrif lækkandi gengis og hækkandi launa á verðbólgu verði meiri en undanfarinn áratug. Við bætist að ekki er búið að ljúka öllum kjarasamningum og því gætu laun hækkað enn meira en nú er gert ráð fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK