Yrði stærsti banki landsins

Kvika banki hefur sem kunnugt er óskað eftir samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Gera má ráð fyrir að stjórn Íslandsbanka taki jákvætt í erindið og samrunaviðræður hefjist á næstu vikum.

Verði af hugsanlegum samruna Kviku og Íslandsbanka yrði til stærsti banki landsins, hvort sem litið er til veltutalna, eigna, starfsmannafjölda eða markaðsvirðis. Heildareignir sameinaðs banka næmu um 1.850 milljörðum króna, sem væri um 4% verðmætara eignasafn en Landsbankinn hefur yfir að ráða í dag. Samanlagt markaðsvirði sameinaðs banka myndi gera bankann að þriðja stærsta félaginu í Kauphöllinni á eftir Marel og Alvotech.

Kvika hefur í dag hlutfallslega hærri þjónustu- og þóknanatekjur en hinir viðskiptabankarnir. Vaxtatekjur mynda þannig minni hluta af heildartekjunum en hjá öðrum bönkum. Það skýrist af miklum umsvifum eignastýringarhluta Kviku.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK