Skeljungur kaupir Klett - Kristján verður forstjóri

Skeljungur hefur keypt Klett
Skeljungur hefur keypt Klett Ljósmynd/Aðsend

Skelj­ung­ur hef­ur form­lega gengið frá kaup­um á Kletti og mun Kristján Már Atla­son taka við sem for­stjóri fé­lags­ins. 

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Skelj­ungi. Þar seg­ir jafn­framt að SKEL taki yfir Klettag­arða 8-10 ehf sem er fé­lagið sem rek­ur og á hús­næði sem hýs­ir hluta af starf­semi Kletts.  

Rót­gróið fyr­ir­tæki 

„Klett­ur er rót­gróið sölu- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem byggt er upp utan um alþjóðleg vörumerki á sviði vinnu­véla, vöru­bíla, hóp­bif­reiða, tækja, skipa­véla, vara­afls­stöðva og hjól­b­arða. Klett­ur er umboðsaðili Scania, Ca­terpill­ar, In­ger­soll Rand, Goo­dye­ar, Han­kook og Nex­en á Íslandi auk ým­issa annarra vörumerkja. Klett­ur rek­ur þjón­ustu­verk­stæði í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri. Þá er fé­lagið einn stærsti söluaðili hjól­b­arða á Íslandi og starf­ræk­ir hjól­b­arðaverk­stæði und­ir nafni Kletts ásamt því að eiga vörumerkið Sóln­ingu og eru fjög­ur sjálf­stæð verk­stæði rek­in und­ir nafni þess. Hjá fé­lag­inu starfa 115 manns.

Und­ir­rituðu kaup­samn­ing í októ­ber 

Fé­lög­in und­ir­rituðu kaup­samn­ing í októ­ber síðastliðnum með fyr­ir­vör­um um samþykki helstu birgja fé­lags­ins ásamt samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Um miðjan janú­ar lágu fyr­ir samþykki allra aðila og féll kaup­andi þar með frá öll­um fyr­ir­vör­um. Fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka var ráðgjafi selj­anda í viðskipt­un­um en LEX lög­manns­stofa var ráðgjafi SKEL og Skelj­ungs,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Knút­ur verður stjórn­ar­formaður 

„Árið 2022 var besta rekstr­ar­ár fé­lags­ins, bæði með til­liti til sölu og af­komu. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að árið 2023 verði enn betra enda eru fyr­ir­liggj­andi pant­an­ir og verk­efn­astaða betri en nokkru sinni. Knút­ur Grét­ar Hauks­son, nú­ver­andi for­stjóri og stærsti eig­andi Kletts, fer út úr eig­enda­hópn­um en verður stjórn­ar­formaður fé­lags­ins. Bjarni Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs, Sveinn Sím­on­ar­son, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu­sviðs, og Kristján Már verða í nýj­um hlut­hafa­hópi. Birg­ir Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs, mun starfa áfram með nýj­um eig­end­um. Kristján Már Atla­son, for­stjóri Kletts:

„Það eru mjög spenn­andi og metnaðarfull áform framund­an hjá Kletti. Við ætl­um okk­ur að halda upp­bygg­ingu fé­lags­ins áfram á kom­andi árum og ná fram frek­ari vexti. Við mun­um skoða ýms­ar leiðir til þess að út­víkka starf­sem­ina og þjón­ustu­netið. Við erum bjart­sýn á ís­lensk­an efna­hag á næstu árum og ger­um ráð fyr­ir að styðja áfram vel við upp­bygg­ingu innviða hér­lend­is með okk­ar þjón­ustu. Það eru mik­il­væg verk­efni á dag­skrá sem snúa meðal ann­ars að orku­skipt­um og auk­inni sta­f­rænni þjón­ustu eða sjálf­virkni­væðingu við viðskipta­vini okk­ar í sam­starfi við okk­ar öfl­ugu birgja,“ seg­ir Kristján í til­kynn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK