Margfölduðu tekjurnar á síðasta ári

Guðmundur Arnar Guðmundsson úr stjórn Hoobla, Kristinn Örn Kristinsson og …
Guðmundur Arnar Guðmundsson úr stjórn Hoobla, Kristinn Örn Kristinsson og Kjartan Örn Bogason frá Kónguló, Harpa, Ingvar Bjarnason úr stjórn Hoobla og Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnarformaður Hoobla.

Sér­fræðingaklas­inn Hoobla, sem tók til starfa árið 2021, marg­faldaði tekj­ur sín­ar á síðasta ári og fer fjöldi viðskipta­vina stöðugt vax­andi að sögn Hörpu Magnús­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra og stofn­anda.

Hún seg­ir að fyr­ir­tækið hafi endað árið 2022 á að fá tutt­ugu millj­óna króna styrk frá Tækniþró­un­ar­sjóði til að þróa hug­búnað utan um starf­sem­ina. Fyrsta út­gáfa búnaðar­ins verður til­bú­in í apríl nk. að sögn Hörpu en hug­búnaðarfyr­ir­tækið Kóngu­ló sér um smíðina.

Marg­ir þekkja sam­bæri­lega er­lenda sér­fræðingaklasa eins og Upwork eða Fiverr. Harpa seg­ir aðspurð að Hoobla hafi það fram yfir þessi fyr­ir­tæki að ein­blína á ís­lenska markaðinn.

Miðað við nærum­hverfið

„Þessi heim­ur er mjög harður á alþjóðavísu og oft þarf fólk á Upwork og Fiverr að gefa mik­inn vinnu­tíma til að verða ofan á í sam­keppni um verk­efni. Mér hugnaðist það ekki með Hoobla. Við miðum þjón­ust­una við nærum­hverfið og sér­fræðing­ar Hoobla eru því menn­ing­ar­lega nær þeim fyr­ir­tækj­um sem þeir vinna fyr­ir.

Aðlög­un­ar­hæfn­in er meiri auk þess sem við tök­um viðtal við alla sér­fræðinga á skrá. Við höf­um því forskoðað alla og sann­reynt að þeir séu þeir sér­fræðing­ar sem þeir segj­ast vera,“ seg­ir Harpa.

Lestu ít­ar­legri um­fjöll­un í ViðskiptaMogg­an­um sem fylgdi Morg­un­blaðinu á miðviku­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK