Frakkar kaupa 50% í vetnisfélagi Orkunnar

Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, Guðmundur Ingi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, …
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, Guðmundur Ingi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, Tryggvi Þór Herbertsson, framkvæmdastjóri vetnisþróunarviðskipta hjá Qair Group og Guðlaugur Þór Þórðarsson, ráðherra umhverfis- orku- og loftslagsmála.

Franska fyr­ir­tækið Qair hef­ur keypt 50% hlut Ork­unn­ar í Íslenska vetn­is­fé­lag­inu. Hug­mynd­in er að byggja upp vetn­is­stöðvar hring­inn í kring­um Ísland. Íslenska vetn­is­fé­lagið er dótt­ur­fé­lag Ork­unn­ar. Vetn­is­fram­leiðsla mun fara fram á Grund­ar­tanga. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ork­unni. 

Eina fyr­ir­tækið sem býður upp á vetni 

„Ork­an sel­ur 50% hlut í Íslenska vetn­is­fé­lag­inu til franska fyr­ir­tæk­is­ins Qair. Sam­an ætla fyr­ir­tæk­in að taka þátt í upp­bygg­ingu á vetn­is­stöðvum hring­inn í kring­um Ísland. Íslenska vetn­is­fé­lagið er dótt­ur­fyr­ir­tæki Ork­unn­ar og rek­ur í dag tvær vetn­is­stöðvar, á Vest­ur­lands­vegi og í Fitj­um, Reykja­nes­bæ. Ork­an er eina eldsneyt­is­fyr­ir­tækið sem býður viðskipta­vin­um vetni. Á næstu árum verða fjór­ar nýj­ar vetn­is­stöðvar tekn­ar í notk­un, þær fyrstu í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri, næsta stöð þar á eft­ir er fyr­ir­huguð á Eg­ils­stöðum og að lok­um á Freys­nesi. Óhætt er því að segja að orku­skipt­in snúi ekki ein­ung­is að raf­magni en árið 2026 verður hægt að keyra kol­efn­is­hlut­laust hring­veg­inn á vetn­is­bíl,“ seg­ir í til­kynn­ingu.   

30  vetn­is­bíl­ar á suðvest­ur­horn­inu 

„Fyrsta vetn­is­stöðin á Íslandi, sem var jafn­framt sú fyrsta í heim­in­um til að selja vetni á neyt­enda­markaði, var tek­in í notk­un árið 2003 og eru um 30 vetn­is­bíl­ar á suðvest­ur­horn­inu í dag. Drægni vetn­is­bíla er um­tals­vert meiri en raf­magns­bíla ásamt því sem eng­in raf­hlaða er sem þyng­ir bíl­ana er í þeim. Vetn­is­bíl­ar skila frá sér vatni og eru því kol­efn­is­hlut­laus­ir og mik­il­væg­ur hlekk­ur í að draga úr kol­efn­is­fót­spori sam­ganga í land­inu. Mik­ill áhugi er fyr­ir þess­um græna val­mögu­leika, sér­stak­lega þegar kem­ur að þunga­flutn­ing­um þar sem öku­tæk­in munu draga veru­lega úr kol­efn­is­spori og er því áætlað að vetn­is­bíl­um fjölgi hratt þegar innviðir styrkj­ast, bæði fólks­bíl­ar og flutn­inga­bíl­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu.  

Vetn­is­fram­leiðsla á Grund­ar­tanga 

„Þessi metnaðarfulla upp­bygg­ing mun geta valdið straum­hvörf­um í orku­skipt­um í inn­an­lands­sam­göng­um. Vetn­is­innviðir eru for­senda þess að neyt­end­ur og fyr­ir­tæki telji raun­hæft að fjár­festa í vetn­is­bíl­um,” seg­ir Guðmund­ur Ingi, fram­kvæmda­stjóri ÍV.

„Fyr­ir­tæki eru stöðugt að leita leiða til að draga úr kol­efn­is­spori og með mest 380 km milli vetn­is­stöðva verður hægt að búa til for­send­ur fyr­ir því að loka hring­veg­in­um og færa vöru­flutn­inga yfir á kol­efn­is­hlut­lausa orku­gjafa. ÍV er gríðarlega spennt fyr­ir orku­skipt­un­um sem framund­an eru og að taka þátt í upp­bygg­ing­unni á græn­um val­kost­um fyr­ir neyt­end­ur,” bæt­ir hann við.  

Sam­hliða er búið að tryggja landsvæði á Grund­ar­tanga þar sem Íslenska vetn­is­fé­lagið mun byggja vetn­is­fram­leiðslu í þeim til­gangi að þjón­usta vetn­is­innviði með sem best­um hætti,“ seg­ir í til­kynn­ingu.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK