Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir vísbendingar um að almenningur beggja vegna Atlantshafsins setji nú ferðalög framar í forgangsröðina en áður, í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Það eigi sinn þátt í mikilli eftirspurn eftir ferðum hjá félaginu, ekki síst í Bandaríkjunum.
Þessi niðurstaða vekur athygli enda er nú mikið rætt um svokallaða lífskjarakreppu. Því lék ViðskiptaMogganum forvitni á að vita hvernig þessi niðurstaða er fengin og hvort Bogi Nils telji að breytingin sé varanleg.
„Við og fleiri í þessum bransa höfum svolítið verið að bíða eftir því að kostnaðarhækkanir og verðbólga fari að hafa áhrif á bókanir. Það hefur hins vegar ekki gerst, að minnsta kosti ekki enn þá, en eins og fram kom í tilkynningu hjá okkur um daginn var janúar metmánuður í sölu,“ segir Bogi Nils.
Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.