Ákveðið var á hluthafafundi 9. desember sl. að slíta Gift fjárfestingafélagi. Gift varð til við slit eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga árið 2007. Félagið átti hluti í Exista og Kaupþingi fyrir hrun.
Gift gerði í október 2011 nauðasamning við lánardrottna sína, þar sem lánardrottnum félagsins voru boðnar allar eignir félagsins til uppgjörs krafna þeirra. Í kjölfarið fór af stað vinna við að slíta öllum dótturfélögum Gift og ganga frá umdeildum kröfum.
Árið 2015 voru lánardrottnum greiddar eftirstöðvar eigna félagsins og fengu þeir 5,1% af heildarkröfum greitt.