Spáir því að verð fari lækkandi

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri ÍSlandssögu á Suðureyri, telur toppnum hafa verið …
Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri ÍSlandssögu á Suðureyri, telur toppnum hafa verið náð hvað afurðaverð varðar. mbl.is/Golli

Stýra hefur þurft sókninni mjög markvisst í kjölfar endurtekins niðurskurðar í útgefnum aflaheimildum og er Íslandssaga á Suðureyri engin undantekning, að sögn Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Í viðtali í nýjasta blaði 200 mílna spáir Óðinn því að fiskverð fari lækkandi.

 „Mér sýnist vera pressa á verð í Ameríku til lækkunar. Það er auðvitað verðbólga þar eins og annars staðar. Evrópa hefur verið mjög treg til að taka við þeim hækkunum sem menn áttu von á. Maður hefur kannski skilning á því þegar efnahagsástandið er svona eins og það er alstaðar, að menn þola ekkert miklar verðhækkanir,“ segir Óðinn.

Hefur toppnum þegar verið náð í afurðaverði? „Já. Verðhækkunin fer ekki öll til baka en ég held að það sé óhjákvæmilegt að það eigi sér stað einhver leiðrétting á markaðnum.“

Lesa má meira um málið í blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK