Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus náði methagnaði á síðasta ári þrátt fyrir að geta ekki aukið framleiðslu sína eins og fyrirhugað var.
Hagnaðurinn jókst um eitt prósent og nam 4,2 milljörðum evra, eða um 650 milljörðum íslenskra króna.
Airbus framleiddi 661 flugvél á síðasta ári þrátt fyrir upphaflega áætlun um að útvega viðskiptavinum sínum 720 vélar.
Vegna kórónuveirufaraldursins gerði fyrirtækið hlé á framleiðslu þegar flugfélög neyddust til að hægja á starfsemi sinni vegna ferðatakmarkana.