Konur orðnar fleiri en karlar

Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að félagið hafi breytt um nálgun …
Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að félagið hafi breytt um nálgun í ráðningum. Kristinn Magnússon

Hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri hefur unnið markvisst að því að auka vægi kvenna í hugbúnaðargeiranum. Nú er svo komið að í fyrsta sinn í sextán ára sögu Kolibri vinna þar fleiri konur en karlar. 26 starfa hjá félaginu.

Anna Signý Guðbjörnsdóttir sérfræðingur hjá Kolibri segir í samtali við Morgunblaðið að stefnan í átt að kynjajafnrétti hafi verið tekin fyrir allmörgum árum. „Það hafa alltaf verið miklar umræður um fjölbreytni innan félagsins. Kúltúrinn okkar byggist á gagnsæi, heilbrigðum samskiptum og valddreifingu sem hefur skilað sér í ýmsum aðgerðum og áherslubreytingum. Það var svo árið 2020 sem við settum okkur markmið að jafna hlutföllin og bæta við konum,“ segir Anna.

Hún segir að hlutirnir hafi gerst hratt í kjölfarið.

Einsleitni ekki góð

Spurð um ástæðuna segir Anna að ekki sé gott að búa við einsleitni. „Fjölbreytni skilar betri rekstri og minni áhættu. Ánægja vex hjá bæði starfsfólki og viðskiptavinum. Aðalmálið er að með þessu fyrirkomulagi smíðum við betri stafrænar lausnir. Fleiri koma að vinnunni og sjónarhornin eru margvíslegri.“

Anna segir að inngildi (e. inclusion) skipti fyrirtækið miklu máli. „Inngildi þýðir að hjá okkur er fólk af öllum kynjum og þjóðernum velkomið. Við höfum til dæmis verið með starfsfólk frá Brasilíu, Suður-Afríku, Bretlandi og Danmörku í vinnu. Oft höfum við skipt yfir í ensku sem aðaltungumál þegar fólk af fleiri en einu þjóðerni er hjá okkur.“

Inngildi snýr líka að því eins og Anna útskýrir hvernig orðræðan er á vinnustaðnum og hvernig skilaboð eru sett fram. „Við reynum að vanda okkur í einu og öllu. Við segjum þau í staðinn fyrir þeir og tölum almennt ekki í karllægum tóni eða einsleitum.“

Ítarlegra samtal birtist í heild sinni í Morgunblaðinu föstudaginn 17. janúar sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK