Vilja nýtt bakarí í stað Fellabakarís

Fellabakstur var tekinn til gjaldþrotaskipta.
Fellabakstur var tekinn til gjaldþrotaskipta.

Eigandi húsnæðisins að Lagarfelli 4 á Egilsstöðum vill að bakarí verði opnað í rými húsnæðisins þar sem Fellabakarí stóð áður. Austurfrétt greinir frá.

Eins og greint var frá í síðasta mánuði var Fellabakarí tekið til gjaldþrotaskipta eftir þungan rekstur.

Halldór Jón Halldórsson, eigandi byggingarinnar þar sem Fellabakarí var áður til húsa, reynir nú að fá áhugasama til að stofna nýtt bakarí í húsnæðinu.

Í umfjöllun Austurfréttar segir Halldór að öll tæki séu enn við hendina og auðvelt sé að baka án mikils tilskostnaðar. Margir sakni þess nú að fá ekki ný brauð lengur en eina handverksbakaríið í nágrenninu er á Reyðarfirði.

Í viðtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Björn Ingimars­son, sveit­ar­stjóri Múlaþings, að dapurlegt væri ef ekki reynist rekstrarlegar forsendur fyrir Fellabakaríi í Fellabæ. Hann vonaði að baksturinn myndi halda áfram í einhverri mynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK