Meta vill aukin viðskipti á Íslandi

Þóranna segir að Meta muni á næstu vikum byrja að …
Þóranna segir að Meta muni á næstu vikum byrja að kynna þjónustu Entravision hér á landi. AFP/Lionel Bonaventure

Þóranna Jónsdóttir, Senior Client Partner og starfandi landsstjóri (e. Country Manager) hjá Entravision Iceland, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær hliðar séu á þjónustu fyrirtækisins. Annars vegar sjái það um að gefa út reikninga og innheimta fyrir auglýsingar á miðlum Meta en hin hliðin sé ráðgjöf og þjónusta við auglýsendur og auglýsingastofur.

Eins og sagt var frá á mbl.is á dögunum er Entravision Iceland vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta, fyrirtækið sem á og rekur samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og Whatsapp.

Móðurfélagið, Entravision, er eins og fram kom í fréttinni leiðandi á heimsvísu á sviði auglýsinga, fjölmiðla og tækni.

„Fyrirtæki geta nú keypt auglýsingar í gegnum okkur. Hingað til hafa þau keypt með greiðslukorti á miðlunum. Nú er það íslenskur lögaðili sem gefur út reikninga með öllu tilheyrandi í samræmi við íslensk lög og reglur, og veitir aðstoð ef þörf er á,“ segir Þóranna en m.a. verður greiðslufrestur í boði.

Ekki á svið auglýsingastofa

Hún segir að Meta-þjónustuaðilar eins og Entravision fari aldrei inn á starfssvið auglýsingastofanna. „Við erum að styðja þær til að ná meiri árangri. Við veitum ráðgjöf og kennslu og miðlum nýjustu upplýsingum þannig að allir geti nýtt miðlana betur.“

Aðspurð segir hún að með þessu vilji Meta auka viðskipti sín hér á landi.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK