Karítas Ríkharðsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, hefur hafið störf hjá Landsbankanum sem sérfræðingur í samskiptum.
Karítas gengur til liðs við Landsbankann eftir að hafa starfað hjá Árvakri sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, auk þess að hafa verið einn þáttastjórnandi Dagmála. Þar áður starfaði hún sem aðstoðarmaður þingflokks Framsóknarflokksins.
Karítas er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Hún mun starfa í samskiptateyminu sem er hluti af Samfélagi Landsbankans en undir sviðið falla einnig mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, sjálfbærni og hagfræðigreining.