Karítas gengin til liðs við Landsbankann

Karítas Ríkharðsdóttir gengur til liðs við Landsbankann.
Karítas Ríkharðsdóttir gengur til liðs við Landsbankann. Ljósmynd/Landsbankinn

Karítas Ríkharðsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, hefur hafið störf hjá Landsbankanum sem sérfræðingur í samskiptum.

Karítas gengur til liðs við Landsbankann eftir að hafa starfað hjá Árvakri sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, auk þess að hafa verið einn þáttastjórnandi Dagmála. Þar áður starfaði hún sem aðstoðarmaður þingflokks Framsóknarflokksins. 

Karítas er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Hún mun starfa í samskiptateyminu sem er hluti af Samfélagi Landsbankans en undir sviðið falla einnig mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, sjálfbærni og hagfræðigreining.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka