Margrét ráðin sviðsstjóri hjá dk hugbúnaði

Margrét Sveinbjörnsdóttir.
Margrét Sveinbjörnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Margrét Sveinbjörnsdóttir hefur tekið við sem sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs hjá dk hugbúnaði.

Í tilkynningu er greint frá þessu en Margrét hóf fyrst störf hjá dk hugbúnaði árið 2002 til ársins 2003 og hefur starfað samfleytt hjá félaginu frá árinu 2007. Fyrst sem ráðgjafi á þjónustusviði og síðar sem viðskiptaþróunarstjóri áður en hún tók við sem sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs.

Hún hefur lokið B.Sc. námi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hjá dk hugbúnaði starfa rúmlega 60 manns við hugbúnaðargerð og þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka