Fjórir stjórnendur ráðnir til Nox Medical

Frá vinstra horni efst: Valur, Rósa, Diljá og Snorri.
Frá vinstra horni efst: Valur, Rósa, Diljá og Snorri. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska hátæknifyrirtækið Nox Medical, sem framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma, hefur ráðið fjóra stjórnendur til starfa. Það eru þau Diljá Valsdóttir, Rósa Hugosdóttir, Valur Guðlaugsson og Snorri Helgason. 

Nox Medical er í miklum stækkunarfasa og hefur nýlokið fjármögnun frá sérhæfðum bandarískum fjárfestingarsjóði. Nú telja starfsmenn hátt í 90 talsins og hefur fjölgað um 40% á síðustu tveimur árum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Diljá hefur tekið við stöðu markaðsstjóra. Hún hóf störf í markaðsteymi Nox Medical í mars 2017. Diljá er með BSc gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og diplómagráðu í stafrænni markaðssetningu frá Hyper Island.

Rósa hefur verið ráðin til að leiða nýtt vörurannsóknarteymi hjá Nox Medical. Rósa er heilbrigðisverkfræðingur að mennt og með doktorspróf frá Álaborgarháskóla. Hún hóf störf sem vörusérfræðingur hjá Nox Medical í febrúar 2021 en leiðir nú vörurannsóknarteymið sem ber m.a. ábyrgð á klínísku mati á lækningatækjum Nox Medical til að uppfylla regluverk ólíkra markaða.

Valur hefur verið ráðinn sem sérfræðingur á fjármálasviði. Hann er hagfræðingur að mennt og með M.Acc-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun. Valur mun bera ábyrgð á bókhaldi og uppgjöri Nox Medical á Íslandi og systurfyrirtæki þess í Bandaríkjunum. 

Snorri hefur verið ráðinn til að leiða teymi um markaðsaðgengismál fyrirtækisins (e. Market Access). Snorri er heilsuhagfræðingur að mennt frá Álaborgarháskóla og hefur unnið hjá fyrirtækinu síðan 2017. Hann hóf störf sem vörustjóri hjá Nox Medical og færði sig fljótlega yfir í markaðsmál lækningatækja.

Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka