Eldri kaupendur eru efnaðri en þeir voru áður

Kristján Snorrason verktaki hefur áratugareynslu af húsbyggingum.
Kristján Snorrason verktaki hefur áratugareynslu af húsbyggingum. Kristinn Magnússon

Kristján Snorrason húsasmíðameistari missti föður sinn 11 ára og var snemma sagt að hann þyrfti að standa sig í lífinu. Nítján ára seldi Kristján fyrsta húsið sem hann byggði og síðan er liðin nær hálf öld og hann er enn að byggja.

Kristján hefur því upplifað tímana tvenna á íslenskum fasteignamarkaði. Hann segir greininni hafa farið aftur eftir efnahagshrunið. Reyndir verktakar hafi horfið af markaði og óreyndari menn komið í staðinn.

Á þátt í gölluðum húsum

Þessi óheillaþróun eigi sinn þátt í ágöllum á húsnæði hin síðari ár.

Þá sé byggingarreglugerðin orðin of flókin og íþyngjandi og tímabært að endurskoða hana.

Kristján er nú að byggja og selja íbúðir á Nónhæð, á mörkum Kópavogs og Garðabæjar, en þær dýrustu kosta vel á annað hundrað milljónir króna.

Kristján segir greinilegt að fjárhagsstaða margra kaupenda sé góð og að kaupmátturinn sé ágætur.

„Ég skynja að það er góður kaupmáttur. Sé ekki annað en að stór hluti fólks á mínum aldri, og jafnvel eldra, eigi orðið verulegar eignir,“ segir Kristján. Það leyni sér ekki að „margir séu að erfa háar fjárhæðir“.

Á hinn bóginn sé orðið erfiðara fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á markaðinn. Þá m.a. vegna hertra útlánareglna og vaxtahækkana.

Lestu ítarlegt viðtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK