Íslenskum fjármálafyrirtækjum er sniðinn töluvert þrengri stakkur en sambærilegum fyrirtækjum í Evrópu þegar kemur að árangurstengdum greiðslum, eða með öðrum orðum kaupaukum til starfsmanna sinna. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki mega kaupaukagreiðslur til starfsmanna ekki vera meiri en sem nemur 25% af föstum starfskjörum á ársgrundvelli.
Í Evrópu er almennt leyfilegt hámark 100% af föstum starfskjörum, og hafa fyrirtæki heimildir til að hækka það hlutfall upp í allt að 200%, en þær reglur ná aðeins til lykilstjórnenda. „Takmarkanir á kaupaukum ættu einungis að ná til þeirra sem hafa marktæk áhrif á áhættustefnu fjármálafyrirtækja,“ segir Páll Edwald, yfirlögfræðingur Reir Verk, í samtali við ViðskiptaMoggann, en í meistararitgerð sinni fjallaði hann um kaupaukareglur á íslenskum fjármálamarkaði.
Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.