Leggja til 20 milljarða króna arðgreiðslu

Hrauneyjarfossvirkjun. Landsvirkjun hefur aldrei áður í sögu sinni skilað jafnmiklum …
Hrauneyjarfossvirkjun. Landsvirkjun hefur aldrei áður í sögu sinni skilað jafnmiklum hagnaði og á nýliðnu ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Hagnaður Landsvirkjunar á nýliðnu ári nam 161,9 milljónum dollara, jafnvirði 23 milljarða króna. Jókst hagnaðurinn um ríflega 13,4 milljónir dollara frá fyrra ári þegar hann nam 148,6 milljónum dollara. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi, eftir kaup ríkisins á Landsneti í fyrra, nam 298,7 milljónum dollara, jafnvirði 42,4 milljarða króna, og jókst um 166% frá fyrra ári.

Rekstrartekjur námu 608,6 milljónum dollara, jafnvirði 86,4 milljarða, og jukust um 25,5% frá fyrra ári. Segir Landsvirkjun í tilkynningu vegna ársuppgjörsins að stórnotendur hafi að meðaltali greitt 42,9 dollara á hverja megavattstund á árinu og það sé hæsta verð í sögu orkufyrirtækisins.

Stjórn Landsvirkjunar hyggst leggja það fyrir aðalfund félagsins að greiddur verði arður til eigandans, íslenska ríkisins, að fjárhæð 140 milljónir dollara, jafnvirði 20 milljarða króna. Er það nokkur aukning frá fyrra ári en árið 2022 voru greiddar í ríkissjóð 120 milljónir dollara í formi arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2021.

Lánar ríkinu fyrir kaupunum

Fyrir 64,37% hlut Landsvirkjunar í Landsneti greiddi ríkissjóður 305 milljónir dollara, jafnvirði 44,2 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun fór greiðslan á hlutnum fram í formi tveggja lánveitinga af hendi fyrirtækisins, þ.e. með seljendalánum. Annað lánið er til fimm ára í dollurum og greiðist af því með jöfnum hætti yfir lánstímann. Hins vegar er um að ræða kúlulán í evrum sem greitt verður að fjórum árum liðnum. ses@mbl.is

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK