Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone. Starf Lilju felst í því að tryggja að samtal viðskiptavina og Vodafone sé í takt við þarfir þeirra. Þá mun hún einnig bera ábyrgð á vörumerkjauppbyggingu Vodafone ásamt öðrum markaðsmálum.