16.000 á einum mánuði

Haukur Skúlason ásamt Stefáni Einari Stefánssyni spyrli á morgunverðarfundinum í …
Haukur Skúlason ásamt Stefáni Einari Stefánssyni spyrli á morgunverðarfundinum í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Viðskipta­vin­ir indó, spari­sjóðsins sem form­lega tók til starfa 30. janú­ar sl., eru orðnir sex­tán þúsund og fjölg­ar ört að því er fram kom í máli Hauks Skúla­son­ar fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins á morg­un­verðar­fundi Komp­anís, viðskipta­klúbbs Morg­un­blaðsins og mbl.is, í gær­morg­un.

Til dæm­is hafi viðskipta­vin­um, sem Hauk­ur kall­ar indóa, fjölgað um eitt þúsund síðan á síðasta sunnu­dag. „Við töl­um um indóa því við erum að æfa okk­ur í að horfa ekki á viðskipta­vini sem eins­leit­an hóp,“ út­skýr­ir Hauk­ur.

Fundurinn var vel sóttur og gestir voru áhugasamir um indó.
Fund­ur­inn var vel sótt­ur og gest­ir voru áhuga­sam­ir um indó. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Spari­sjóður­inn legg­ur áherslu á litla yf­ir­bygg­ingu og lág­an kostnað sem sé for­send­an fyr­ir því að geta boðið betri kjör en aðrir á markaðinum. Von­ast Hauk­ur eft­ir því að sem flest­ir leggi laun­in sín inn hjá indó að hluta eða öllu leyti. Þó vill hann ekki að fólk geymi meira en sem nem­ur ein­um mánaðarlaun­um á tékka­reikn­ing­um. Fyr­ir­tækið muni benda fólki á ef of mikl­ir fjár­mun­ir séu þar inni og vísa því á sparnaðar­reikn­ing indó í staðinn. Þar verði vext­ir hag­stæðari. Sá reikn­ing­ur verður kynnt­ur til sög­unn­ar í vor að sögn Hauks.

Gestir hlýða á samtal Hauks og Stefáns.
Gest­ir hlýða á sam­tal Hauks og Stef­áns. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Fjár­hags­legt heil­brigði

„Ef viðskipta­vini er leiðbeint um hvar hann á að geyma pen­ing­ana verður hann ánægður og mæl­ir með okk­ur. Við vilj­um stuðla að fjár­hags­legu heil­brigði og ábyrgri hegðun. Þá verður fólk ánægt og sömu­leiðis verðmæt­ara sem viðskipta­vin­ir. Sum­ir verða ekki alltaf arðbær­ir viðskipta­vin­ir, en ef þeir eru glaðir þá leys­ist allt hitt.“

Ýmis­legt fleira er á döf­inni hjá indó eins og út­lán til ein­stak­linga, ein­yrkja og lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja í lok þessa árs.

Glæsilegar veitingar voru í boði.
Glæsi­leg­ar veit­ing­ar voru í boði. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hauk­ur seg­ir að inn­lán séu ær og kýr indó og fyr­ir­tækið vilji sinna viðskipta­vin­um sín­um vel og ekki fara sömu leið og bank­arn­ir með sitt breiða vöru­úr­val. Mik­il­vægt sé að missa ekki fókus­inn og sýna skyn­semi og sann­girni. „Ef við höld­um þessu ekki á skyn­sam­leg­um nót­um kem­ur ein­hver ann­ar og býður bet­ur.“

Tekj­ur fær fé­lagið af vaxtamun og frá Visa fyr­ir notk­un á kort­um.

Miklu minni kostnaður

„Við erum stund­um spurð hvernig þetta sé hægt þar sem tekj­ur okk­ar eru svo litl­ar í sam­an­b­urði við banka. Þá segj­um við að kostnaður okk­ar sé bara svo miklu miklu minni. Starfs­menn eru sex­tán í litlu leigu­hús­næði. Við bjóðum eng­um í laxveiði eða send­um fólki kon­fekt­kassa. Allt verður lagt í að byggja upp fyr­ir­tækið. Við ein­beit­um okk­ur að venju­legu fólki sem á ekki að þurfa að borga fyr­ir að nota pen­ing­ana sína.“

Stungið saman nefjum á morgunverðarfundinum.
Stungið sam­an nefj­um á morg­un­verðar­fund­in­um. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Spurður hvort spari­sjóðir séu ekki barn síns tíma seg­ist Hauk­ur vera ofboðslega stolt­ur af því að indó sé spari­sjóður. Það minni á ákveðna hug­sjón sem sner­ist um að vera til staðar á sínu markaðssvæði, sem í til­felli indó er Ísland. „Það er hag­kvæm­ara að vera spari­sjóður en banki. Spari­sjóðir mega ekki stækka of mikið. Það er bannað sam­kvæmt lög­um og við völd­um að mega það ekki.“

5% í sam­fé­lags­leg verk­efni

Ann­ar kost­ur við að vera spari­sjóður er að sögn Hauks að í lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki seg­ir að spari­sjóðir eigi að ráðstafa 5% af hagnaði í sam­fé­lags­leg verk­efni. „Sam­fé­lagið stuðlar að vel­gengni okk­ar og á að njóta þess,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir að styrk­ir verði ekki af­hent­ir með lúðrablæstri og risa­stór­um ávís­un­um held­ur muni indó­ar kjósa styrkþeg­ana.

Hauk­ur tek­ur jafn­an þátt og aðrir starfs­menn í að svara í sím­ann í þjón­ustu­veri fé­lags­ins. Aðspurður seg­ir hann að það sé gott að tala við indóa. Þeir tali manna­mál.

Kræsingar af morgunverðarhlaðborðinu.
Kræs­ing­ar af morg­un­verðar­hlaðborðinu. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Spurður um hverj­ir séu arðbær­ustu viðskipta­vin­irn­ir seg­ir Hauk­ur að það séu bæði þeir sem eru með háa inn­stæðu og einnig þeir sem eru með lága inn­stæðu en nota kortið mjög mikið. „Ég vil eyðsluklóna að vissu leyti en ég vil líka viðskipta­vin sem er ánægður.“

Spurður að lok­um um markaðsmá­l­in seg­ir Hauk­ur að í markaðsefni sé hamrað á að indó sé ekki banki, enda megi hann ekki kalla sig það. „Ég veit ekki hvort þið sjáið húm­or­inn í því en við tök­um okk­ur ekki alltof hátíðlega. En það þýðir ekki að við tök­um það sem við ger­um ekki al­var­lega,“ sagði Hauk­ur að lok­um á morg­un­verðar­fund­in­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK