Álagning á bensín og dísilolíu umtalsvert hærri

Bensíni dælt á bílinn.
Bensíni dælt á bílinn. Ljósmynd/Colourbox

Álagning á bensín og dísilolíu hér á landi er umtalsvert hærri en í Bretlandi og Írlandi, að því er kemur fram í nýlegri úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum.

Fram kemur að hlutur olíufélags af hverjum seldum lítra hefur rúmlega tvöfaldast frá því í maí 2022. Hefur hann farið úr um 30 krónum í meira en 70 krónur.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) bendir á að samkvæmt úttektinni eru skýrar vísbendingar um að aukin samkeppni með innkomu Costco, og í kjölfarið viðbrögð Atlantsolíu og annarra olíufélaga, hafi haft áhrif til lækkunar á álagningu á bensíni. Þar virðist landsbyggðin, að Akureyri undanskilinni, þó hafa setið eftir og litlar breytingar verið á álagningu í sölu dísilolíu. Vekur þetta upp, samkvæmt greiningu Samkeppniseftirlitsins, upp spurningar um hvort skortur sé á samkeppni þar.

Framlegð á dagvörumarkaði hefur hækkað um tæplega þriðjung á árabilinu 2017-2021 auk þess sem framlegð á byggingavörumarkaði hefur hækkað í nokkrum mikilvægum vöruflokkum á síðustu árum. Samkeppniseftirlitið kallar eftir umræðu um orsakir þessa.

Greining Samkeppniseftirlitsins dregur ekki fram skýrar vísbendingar um brot á samkeppnislögum sem ryðja þurfi úr vegi, að sögn FÍB.

Að mati Samkeppniseftirlitsins er aftur á móti hægt að draga þá ályktun að verðlagning og álagning á dagvöru- og eldsneytismarkaði er há í alþjóðlegum samanburði sem vekur upp spurningar um hvort samkeppnislegt aðhald á þeim mörkuðum sé nægilegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK