66°Norður loka verslun sinni á Strikinu

Starfsemi 66°Norður í Danmörku hefur tekið breytingum til að mæta …
Starfsemi 66°Norður í Danmörku hefur tekið breytingum til að mæta aukinni eftirspurn á markaði. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Ljósmynd/Aðsend

Fyr­ir­tækið 66°Norður hef­ur ákveðið lokað versl­un sinni á Strik­inu í Kaup­manna­höfn, höfuðborg Dan­merk­ur. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að starf­semi 66°Norður í Dan­mörku hafi tekið breyt­ing­um til að mæta auk­inni eft­ir­spurn á markaði.

Versl­un­in á Strik­inu var opnuð árið 2015.

„Við ákváðum að end­ur­nýja ekki leigu­samn­ing­inn á Strik­inu sem lýk­ur nú um mánaðamót­in en hús­næðið var orðið of lítið og óhag­kvæmt fyr­ir rekst­ur­inn í nú­ver­andi mynd. Við val á versl­un þá skipt­ir höfuðmáli að sýna vörumerkið í réttu ljósi og bjóða upp á heild­stætt vöru­úr­val. Við höfðum þenn­an lær­dóm í huga við val á versl­un­ar­hús­næði í London, þar bjóðum við upp á breiðari vöru­línu ásamt því að gefa vörumerk­inu vægi ásamt 100 ára ís­lenskri arf­leifð,“ er haft eft­ir Al­dísi Arn­ar­dótt­ur, yf­ir­manni versl­un­ar­sviðs 66°Norður, í til­kynn­ing­unni.

„Vöxtur okkar í Danmörku hefur verið heilbrigður og góður,” er …
„Vöxt­ur okk­ar í Dan­mörku hef­ur verið heil­brigður og góður,” er haft eft­ir Al­dís. Ljós­mynd/​Aðsend

Sal­an jókst um 58%

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að ný­verið hafi 66°Norður opnað versl­un, eða svo­kallaða „shop-in-shop“, í dönsku versl­un­inni Ill­um. Aðal­versl­un 66°Norður er þó enn á Sværtega­de í Kaup­manna­höfn.

„Aðal­versl­un okk­ar á Sværtega­de geng­ur mjög vel og jókst sal­an þar um 58% á milli ára. Enn frem­ur geng­ur sal­an í Ill­um mjög vel og við telj­um að með þess­um tveim­ur versl­un­um í Kaup­manna­höfn séum við að ná vel til danskra viðskipta­vina og einnig til ferðamanna sem versla mikið í Ill­um,“ er haft eft­ir Al­dísi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK