Landsbankinn kominn með eigin færsluhirðingu

Ragnar Einarsson segir þetta fela í sér byltingu.
Ragnar Einarsson segir þetta fela í sér byltingu. Ljósmynd/ Landsbankinn

Lands­bank­inn hef­ur hleypt af stokk­un­um eig­in færslu­hirðingu. Nú geta söluaðilar í viðskipt­um við bank­ann haft alla greiðsluþjón­ustu á ein­um stað sem skil­ar sér í auk­inni yf­ir­sýn og hagræðingu í rekstri.

Færslu­hirðing Lands­bank­ans tek­ur við greiðslum í pos­um og á net­inu, styður Apple Pay og Google Pay og býður upp á traust­ari upp­gjörs­tíma og hent­ugra upp­gjörs­tíma­bil, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Kerfið býður upp á samþætt­ingu posa og net­versl­un­ar sem veit­ir tæki­færi til að bæta upp­lif­un viðskipta­vina, tengja vild­ar­kerfi og auka tryggð. 

Auk­in sjálf­virkni í bók­haldi og vild­ar­kerfi

Við bjóðum nú í fyrsta skipti á Íslandi upp á samþætta virkni á milli posa og net­versl­un­ar. Þetta er bylt­ing í þjón­ustu við viðskipta­vini í kortaviðskipt­um. Kerfið ger­ir söluaðilum kleift að auka tryggð og byggja upp vild­ar­kerfi með ein­föld­um hætti. Þá mun­um við nýta teng­ing­ar bank­ans inn í öll helstu bók­halds­kerfi til að sjálf­virkni­væða bók­hald söluaðila,“ seg­ir Ragn­ar Ein­ars­son, for­stöðumaður færslu­hirðing­ar hjá Lands­bank­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK