Landsbankinn kominn með eigin færsluhirðingu

Ragnar Einarsson segir þetta fela í sér byltingu.
Ragnar Einarsson segir þetta fela í sér byltingu. Ljósmynd/ Landsbankinn

Landsbankinn hefur hleypt af stokkunum eigin færsluhirðingu. Nú geta söluaðilar í viðskiptum við bankann haft alla greiðsluþjónustu á einum stað sem skilar sér í aukinni yfirsýn og hagræðingu í rekstri.

Færsluhirðing Landsbankans tekur við greiðslum í posum og á netinu, styður Apple Pay og Google Pay og býður upp á traustari uppgjörstíma og hentugra uppgjörstímabil, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Kerfið býður upp á samþættingu posa og netverslunar sem veitir tækifæri til að bæta upplifun viðskiptavina, tengja vildarkerfi og auka tryggð. 

Aukin sjálfvirkni í bókhaldi og vildarkerfi

Við bjóðum nú í fyrsta skipti á Íslandi upp á samþætta virkni á milli posa og netverslunar. Þetta er bylting í þjónustu við viðskiptavini í kortaviðskiptum. Kerfið gerir söluaðilum kleift að auka tryggð og byggja upp vildarkerfi með einföldum hætti. Þá munum við nýta tengingar bankans inn í öll helstu bókhaldskerfi til að sjálfvirknivæða bókhald söluaðila,“ segir Ragnar Einarsson, forstöðumaður færsluhirðingar hjá Landsbankanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK