52 milljarða króna skattaspor á sjö árum

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Aðsend mynd

Áætlað skatta­spor út­gerðarfé­lags­ins Brims nam á síðasta ári um 10,5 millj­örðum króna og hef­ur hækkað um tæpa 4,5 millj­arða króna frá ár­inu 2016.

Í árs­upp­gjöri Brims, sem kynnt var fyr­ir helgi, er fjallað um skatta­spor fé­lags­ins á sjö ára tíma­bili, frá ár­inu 2016 til 2022. Heilt yfir nem­ur skatta­spor fé­lags­ins á tíma­bil­inu um 52 millj­örðum króna, eða tæp­um 7,5 millj­örðum króna að meðaltali á ári.

Meg­inþorri skatta­spors­ins felst í inn­heimt­um skött­um vegna starfs­manna (staðgreiðslu), eða um 23 millj­arðar króna. Aðrir greidd­ir skatt­ar vegna starfs­fólks nema um 11,4 millj­örðum króna á tíma­bil­inu sem um ræðir. Þá hef­ur fé­lagið greitt um 7,6 millj­arða króna í tekju­skatt á tíma­bil­inu og tæpa 5,6 millj­arða króna í veiðigjald.

Árið 2017, þegar fé­lagið hét enn HB Grandi, lækkaði skatta­spor fé­lags­ins um tæp­ar 800 millj­ón­ir króna á milli ára. Árið 2018 keypti Brim, und­ir for­ystu Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, rúm­lega þriðjungs­hlut í fé­lag­inu. Ári síðar var nafni HB Granda breytt í Brim. Árið 2019 hækkaði skatta­sporið um tæpa tvo millj­arða króna á milli ára og hef­ur hækkað á hverju ári síðan þá.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK