Haraldur hættur hjá Twitter?

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og stofnandi Ueno.
Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og stofnandi Ueno. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og stofnandi Ueno, virðist vera hættur sem stjórnandi hjá Twitter.

Í uppfærðum upplýsingum á Twitter-aðgangi Haraldar fyrr í dag kom fram að starf hans hjá fyrirtækinu heyrði nú fortíðinni til.

Síðan þá hefur upplýsingum verið breytt að nýju og er nú þar ekki minnst á Twitter.

Hló mikið og engin eftirsjá

„Tvö ár. Lærði ýmsa hluti. Kynntist frábærum nýjum vinum. Vann gott starf. Hló mikið. Grét aðeins. Engin eftirsjá,“ tísti hann enn fremur nú fyrir skömmu.

Rúm tvö ár eru liðin frá því Twitter festi kaup á fyrirtæki Haraldar, Ueno. Gekk Haraldur þar með til liðs við bandaríska samfélagsmiðlarisann.

Kvöddu með sama tákni

Haraldur tekur ekki berum orðum fram að hann sé hættur. Táknið í tísti hans gefur það samt sem áður til kynna, þar sem starfsfólk Twitter hefur áður notað þetta sama tákn til að kveðja.

Ekki náðist í Harald við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK